Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta er stærsta hestamót sem haldið hefur verið hérlendis með 1.027 skráningum en talið er að þetta sé heimsmet í skráningum á hestaíþróttamóti.

Reykjavíkurmeistaramót Fáks er alþjóðlegt íþróttamót þar sem knapar og hestar etja kappi saman í hinum ýmsu greinum og styrkleikaflokkum. Hófst mótið á sunnudag 8. júní, og stendur til 15. júní. Reykjavíkurmeistaramótið hefur lengi verið eitt stærsta hestaíþróttamót sem haldið er hérlendis og nú þurfti að bæta við auka degi vegna skráninga.

„Eina fjölda viðmiðið sem við höfum er þátttökufjöldi síðustu ára sem hefur farið vaxandi en þetta var kannski heldur meiri aukning en við áttum von á. Það er rosalega jákvætt að sjá þennan mikla vöxt og áhuga sem ríkir í íþróttinni okkar. Það er líka gaman að sjá að það er fjölgun í öllum flokkum, bæði styrkleikaog aldursflokkum. Maður tekur því fagnandi,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir mótstjóri mótsins.

Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel og gengið vel að manna mótið að sögn Hildu Karenar en á móti að þessari stærðargráðu vinna tugi sjálfboðaliða.

„Við eigum svo gott fólk hér í Fáki sem er alltaf tilbúið að stökkva af stað og aðstoða. Fólk er líka með mikla reynslu við vinnu á stórmótum sem skiptir mjög miklu máli. Mótið hefur gengið smurt, tímasetningar haldið sér og góð stemning heilt yfir. Auðvitað verða alltaf einhverjar uppákomur en þá skiptir máli að vera lausnamiðaður og þegar knapar og aðstandendur eru það líka þá ganga hlutirnir smurt.“

Reykjavíkurmeistaramótið er eitt af tveimur mótunum þar sem keppendur sem hyggjast tryggja sér sæti í landsliðinu sem fer á heimsleikana í Sviss í ágúst þurfa að taka þátt á. Það má því gera ráð fyrir miklum tilþrifum og spennu í Víðidalnum í vikunni og um helgina þegar úrslitakeppnin fer fram.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...