Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heimsmarkaðsverð í hættu
Fréttir 23. ágúst 2021

Heimsmarkaðsverð í hættu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verð á Arabica kaffi hækkaði um tíu prósent nýverið, til viðbótar tuttugu prósenta hækkun um miðjan júlí. Hefur hækkunin ekki verið meiri í tæp sjö ár en óvanalegur veðurkuldi hefur ógnað kaffirækt stærsta framleiðanda heims í Brasilíu.

Vetrarmánuðir Brasilíu spanna frá júníbyrjun til ágústloka og vanalega fer hitastigið neðar
en 13 °C.

Mikil frost hafa hins vegar plagað Brasilíubúa og skemmt með því stóran hluta kaffiekranna auk þess sem búist er við heilmiklu kuldakasti á næstu dögum. Kaffirunnar eru afar viðkvæmir fyrir frosti sem getur valdið miklum skaða og jafnvel drepið þá að fullu. Kaffiræktendur standa þá mögulega frammi fyrir því að hefja ræktun að nýju með von um betri tíð. Ferlið tekur þó um þrjú ár – frá gróðursetningu að því að hægt sé að vinna kaffi úr berjum runnans.

Bráðabirgðatölur frá matvæla­stofnun brasilískra stjórnvalda töldu að nú þegar hefði veðurfarið haft áhrif á eitt hundrað og fimmtíu þúsund til tvö hundruð þúsund hektara – um 11% af heildaruppskeru arabica kaffis í landinu.

„Umfang tjónsins er enn óljóst, en áætlað tap er nú á bilinu 5,5 til 9 milljónir (ef um ræðir 60 kg kaffibaunasekki), miðað við hækkun frá 2 milljónum í 3 milljónir í vikunni þar á undan,“ sagði Charles Sargeant, hjá Britannia Global Markets.
Sargeant var að vísa til uppskeru Brasilíu árið 2022. Framleiðsla þessa árs sem þegar hefur verið tekin upp er minni en sú sem er áætluð á næsta ári. Mikilvægt er að áætluð góð framleiðsla næsta árs standist – vegna jafnvægis á heimsvísu.
Útlit er fyrir þó nokkurri hækkun á heimsmarkaðsverði og þá í kjölfarið líkur á hækkun hjá helstu vörumerkjum sem hafa margir hverjir gert viðeigandi ráðstafanir.

Skylt efni: Heimsmarkaður kaffi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...