Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið
Fréttir 20. júní 2022

Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur.

Það var hæsta verð sem hefur verið skráð á hveiti en nýlegar tölur benda nú til að heimsmarkaðsverðið sé á niðurleið á ný.

Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsbyggðina alla og samkvæmt dönskum fréttamiðlum telja þarlendir sérfræðingar að þegar kemur að uppskerutíma á hveiti síðar í sumar gæti verðið verið komið niður í um 200 evrur á tonnið, þ.e. um 27.000 íslenskar krónur, eða jafnvel enn lægra.

Skýringin á þessari spá um verðlækkun markaða á ný er margþætt en það er sér í lagi spá um góða uppskeru í haust sem gefur tilefni til þess að ætla að verðið muni lækka verulega. Þá lítur út fyrir að hægt verði að flytja út korn á ný frá Úkraínu, en sem kunnugt er þá er Úkraína lykilland þegar kemur að útflutningi á korni í Evrópu.

Skylt efni: hveiti | Korn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...