Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri haldin í Tromsö í Norður- Noregi.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri (Circumpolar Agricultural Association, CAA).

Landbúnaður á jaðarsvæðum í norðri

Samtök um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri, (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur.

Samtökunum er ætlað að skapa samræðuvettvang hagaðila og fræðasamfélags um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri á breiðum grundvelli.

Óskað eftir þátttakendum

Þátttakendur ráðstefnunnar koma víða að; vísindamenn og bændur, starfsmenn stjórnsýslu, hagsmunaaðila, samvinnufélaga, fyrirtækja, fulltrúar frumbyggjasamtaka og ráðgjafar á ýmsum sviðum.

Stefnt er að þátttöku allra þessara hópa á ráðstefnunni í Noregi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi“ og er skipulögð af NIBIO – Norwegian Institute of Bioeconomy. Nú hefur verið kallað eftir útdráttum fyrir möguleg erindi sem munu móta efnistök ráðstefnunnar.

Frestur til að senda inn „abstract“ er til 25. febrúar 2025 og skal senda þau á netfang ráðstefnunnar, CAC2025@nibio.no.

Íslandsdeild stofnuð

Formaður Íslandsdeildar CAA nú er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS, og geta áhugasamir um samtökin og ráðstefnuna einnig snúið sér til hennar með fyrirspurnir. Netfang hennar er ernab@ms.is.

Aðrir í stjórn eru Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Þorsteinn Tómasson, einn af stofnendum CAA, er stjórninni til ráðuneytis.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f