Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimild til samstarfs
Fréttir 21. mars 2024

Heimild til samstarfs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp um breytingu á búvörulögum er komið til umræðu á Alþingi úr atvinnuveganefnd, sem gerir ráð fyrir heimild kjötafurðastöðva til frekara samstarfs og hagræðingar.

Með frumvarpinu verða kjötafurðastöðvar, eða framleiðendafélög eins og þær eru kallaðar í frumvarpinu, undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga varðandi bann við ólögmætu samráði. Lagt er til að undanþáguheimildin taki til afurðastöðva sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu bænda eða er stýrt af bændum sem sinna slátrun og vinnslu á kjötvöru frá framleiðendum.

Sams konar frumvarp lá í lok árs 2022 í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Það byggði meðal annars á tillögum spretthópsins frá því í júní það ár, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Samkeppniseftirlitið lagðist gegn þeim hugmyndum um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga sem þá komu fram. Var talið að undanþágan færi mögulega gegn ákvæðum EES- samningsins og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda.

Atvinnuveganefnd leggur nú til breytingar eftir að hafa fengið athugasemdir við nýtt frumvarp og var málið tekið til annarrar umræðu á Alþingi á þriðjudaginn. Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu, líkt og gert var gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði.

Afurðastöðvum í kjötiðnaði verður þannig heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir að þær breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu séu jákvæðar og sníði af flesta þá agnúa sem frumvarpið hafði, bæði hvað varðar hagræðingarmöguleika og til hverra heimildin nær. „Með því að veita kjötiðnaðinum svipaða heimild og mjólkuriðnaðinum er veitt með 71. grein búvörulaga er verið að fara þá leið sem hefur verið óskað eftir frá upphafi, en þó með ákveðnum skilyrðum. Við fögnum því þeim breytingum sem hafa orðið,“ segir Margrét.

Skylt efni: afurðastöðvar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...