Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Mynd / Axel Þórisson
Fréttir 8. júlí 2024

Heimasmíðuð heyskafa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa.

Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“

„Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“

Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f