Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir
Fréttir 11. mars 2021

Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upplýsti það á fundi með aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun þann 25. febrúar að hann stefni á að heimila sauðfjárslátrun heima á bæjum til markaðssetningar næsta haust.

Þetta tilkynnti ráðherra í kjölfar þess að skýrsla um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) var skilað 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjárbænda til verðmætasköpunar.

Átakið kynnt í mars

Í svari ANR við fyrirspurn um hvort það geti staðfest að stefnt sé að því að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurðanna næsta haust, er einungis vísað til fréttatilkynningar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar 17. febrúar. Þar kom fram að meðal aðgerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. 

Í tilkynningunni kemur fram að fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd sé tryggt.

Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...