Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi
Fréttir 9. febrúar 2016

Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi

Höfundur: Bondevennen /Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Nýtt ráðgjafa- og gagnavefsvæði fyrir svínabændur í Noregi, Helsegris, hóf starfsemi 1. janúar síðastliðinn. 
 
Þessu nýja verkfæri er ekki einungis ætlað að standa vörð um skjöl og upplýsingar fyrir sláturhús og neytendur, heldur einnig fyrir svínabændur. Bera menn væntingar til þess að Helsegris bæti samstarf milli framleiðenda og dýralækna til skilvirkari og öruggari svínaframleiðslu í Noregi.
 
Frá og með 1. janúar verður eina leiðin til að fá samþykki búanna á sölu á smágrísum að fara í gegnum vefsvæði Helsegris. 
 
Hjá ræktunarbúum mun Helsegris koma í stað Helseweb en fyrir önnur bú mun hið nýja forrit tekið í notkun á árinu 2016. Sameiginleg krafa frá öllum sláturhúsum fyrir veltu á smágrísum er hin svokallaða „heilsugrísviðbót“. Dýralæknir verður árlega að staðfesta samþykki fyrir hvert bú um sölu á smágrísum að smitvarnir séu í lagi og að það sé laust við ákveðna sjúkdóma. 
 
Ræktunarbúin þurfa að hafa þrjár fastar heimsóknir á ári af sínum dýralækni. Áhersla síðustu ár, bæði frá greininni sjálfri og frá neytendum um meiri gagnasöfnun og krafa um góða heilsu, hreinlæti og velferð í svínaframleiðslunni hefur þvingað fram þörf fyrir sameiginlegt verkfæri. Eftir því sem tíminn líður mun einnig vera hægt að nota Helsegris í samvinnu við tryggingarfélög, Matvælaeftirlitið og hjá opinberum stofnunum. 
 
Útgáfa vefsvæðisins sem nú verður tekið í gagnið er hönnuð þannig að þegar fram líða stundir geta framleiðendur sótt meiri utanaðkomandi upplýsingar eins og svör úr rannsóknum dýralækna á til dæmis blóðprufum eða upplýsingar frá fóðurframleiðendum um samsetningu fóðurs sem er í boði o.fl. Meiri upplýsingar um Helsegris má finna á www.animalia.no.
 

Skylt efni: svinarækt í Noregi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f