Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5%
Mynd / HK
Fréttir 28. júní 2016

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí nk. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa, segir í fréttatilkynningu frá nefndinni.

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,77 kr. á lítra mjólkur, úr 84,39 kr. í 86,16 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingakostnaður mjólkur um 1,81 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 3,58 krónur á hvern lítra mjólkur.

Lægra verð á mjólkurdufti gagnast íslenskum iðnaði
Þau tíðindi eru í ákvörðun nefndarinnar að undanrennu- og mjólkurduft mun lækka um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við Evrópusambandið og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Verðlækkun á dufti kemur einkum iðnaðinum til góða, t.d. þeim aðilum sem stunda framleiðslu á matvörum þar sem mjólkurduft er notað.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Bændablaðið að verðlækkun á mjólkurduftinu komi innlendum matvælaiðnaði mjög vel. „Með þessari verðlækkun er verið að bæta samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem kjósa að nota innlent hráefni,“ segir hann. Um ástæður þess að hækkun á heildsöluverði var nauðsynleg nú sagði Sindri að frá síðustu verðhækkun hafi laun og launatengd gjöld hækkað um 12,8% í þjóðfélaginu. „Í raun var hækkunarþörfin meiri en nefndin ákvað að fara milliveginn að þessu sinni. Bændur verða líka að fá sínar launahækkanir eins og aðrir,“ segir Sindri og bætir því við að launahækkanir innan mjólkuriðnaðarins vegi þungt í rekstri mjólkursamlaga og óhjákvæmilegt sé að bregðast við því með verðhækkunum.

Vegin meðaltalshækkun á heildsöluverði á mjólk er 2,1%. Kostnaðurinn við lækkunina á duftinu skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.

Síðasta hækkun fyrir ári síðan
Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt búvörulögum. Hún er skipuð sex mönnum og ákveður lágmarksverð  mjólk til kúabænda og ákveðinna mjólkurvara í heildsölu. Fulltrúar í nefndinni eru frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, velferðarráðuneytinu og Bændasamtökum Íslands. Velferðarráðuneytið tilnefnir fulltrúa í nefndina sem áður komu frá launþegahreyfingunni.

Síðasta verðlagsákvörðun nefndarinnar var gerð á sama tíma fyrir ári síðan.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f