Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum  á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 28. febrúar 2020

Heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuðir. Mjög góð þátttaka var á fundinum og þar kom meðal annars fram að heildarveiði á grásleppu í heiminum árið 2019 rúmar 21 þúsund tunnur.

Útflutningsverðmæti á grásleppu­­afurðum árið 2019 frá Íslandi nam 2,8 milljörðum króna. Hlutur Íslands í heildarveiði á grásleppu í heiminum var 46,6%.

Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru frá Íslandi á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum á síðasta ári. Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin, rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.

Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að almennt hefi veiðarnar gengið vel hér við land, Grænlandi og Noregi. Þótt lítils háttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður. 

Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna:

Ísland 9.433 tunnur
Grænland 8.432 tunnur
Noregur 1.965 tunnur
Nýfundnaland 461 tunna
Danmörk og Svíþjóð 1.000 tunnur

Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.

Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppu­hrogn koma og eru þau þá sett á mat­seðla sem sérstakur réttur.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...