Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að halda áfram samtalinu frá kosningabaráttu haustsins og buðum til fjölmargra funda víða um land.

Hanna Katrín Friðriksson.

Það er mikilvægt fyrir okkur sem erum á Alþingi að fá þetta tækifæri til þess að eiga beint samtal við fólk. Fyrir mig sem atvinnuvegaráðherra var til dæmis sérstaklega dýrmætt að ræða beint við bændur sem fjölmenntu á fundina okkar.

Búi við sömu aðstæður og í nágrannalöndum

Markmið ríkisstjórnarinnar er að skapa heilbrigðari umgjörð um íslenskan landbúnað. Liður í því er að færa búvörulögin aftur til fyrra horfs, þannig að eðlilegt aðhald samkeppninnar verði tryggt. Samhliða því stendur yfir endurskoðun á búvörulögum í atvinnuvegaráðuneytinu til að tryggja að íslenskir framleiðendur hafi ekki lakari svigrúm til hagræðingar og samstarfs en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Markmiðið er skýrt: Framleiðendur eiga að hafa raunveruleg tækifæri til að starfa saman og styrkja stöðu sína í virðiskeðjunni, án þess að það leiði til skekkju á markaði eða óeðlilegs samráðs sem kemur niður á neytendum og bændum.

Skýrara eignarhald og betri nýting jarða

Jarðamál eru lykilþáttur í framtíð íslensks landbúnaðar, enda snúa þau að því hvernig land er nýtt og hverjir hafa aðgang að því.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir „Jarðalögum verður breytt til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.“

Í því ljósi legg ég fram frumvarp um breytingar á jarðalögum en það er eitt af þeim skrefum sem ríkisstjórnin hyggst taka í þessu skyni. Frumvarpið er einnig lagt fram í ljósi ábendinga sem ráðuneytið hefur fengið og miðar að því að skýra eignarhald, einfalda viðskipti með land og tryggja betri nýtingu jarða. Frumvarpið mun stuðla að auknu öryggi fyrir bændur og stuðla að hagkvæmari nýtingu lands til landbúnaðar. Þessar breytingar miða að því að skýra eignarhald, auðvelda nauðsynlega nýtingu jarða og tryggja að landbúnaðarnotkun sé höfð að leiðarljósi í jarðamálum.

Samtal um framtíðina

Eitt af því sem ég upplifði svo sterkt á samtölum við fjölmarga bændur í kjördæmavikunni var ástríðan fyrir landbúnaði, að honum vegni vel í dag en ekki síður þegar fram líða stundir. Áhyggjur af nýliðun í geiranum er kannski ekki ný af nálinni en hún er áþreifanlegri en áður. Að sama skapi hafa þeir sem eldri eru áhyggjur af því hvernig þeir geti hætt störfum. Þetta eru sannarlega ekki séríslenskar aðstæður en verkefnið er að vinna saman að því að finna leiðir til að gera landbúnað að aðlaðandi starfsvettvangi til framtíðar. Við verðum að gera rekstrarumhverfið fyrirsjáanlegra, minnka áhættuþætti og á sama tíma auka sveigjanleika.

Það eru ákveðin tímamót fram undan þar sem búvörusamningar renna út í lok næsta árs. Við þurfum að nýta tímann vel til samtals og stefnumótunar. Markmiðið er að tryggja sterkt atvinnulíf, heilbrigðan matvælamarkað og betri framtíð fyrir bæði bændur og neytendur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...