Alþjóðlegur dagur jarðvegs 2025 minnir á að 33% jarðvegs heimsins hefur rýrnað.
Alþjóðlegur dagur jarðvegs 2025 minnir á að 33% jarðvegs heimsins hefur rýrnað.
Mynd / sá
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli á mikilvægi jarðvegs fyrir líf á jörðinni.

Þema ársins 2025 er „Heilbrigður jarðvegur fyrir frískar borgir“, með áherslu á hlutverk jarðvegs í borgum og áskoranir vegna jarðvegslokunar og mengunar.

Talið er að um tveir þriðju hlutar mannkyns munu búa í borgum árið 2050, en þegar jarðvegur er þakinn malbiki eða steypu tapast, skv. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), lífsnauðsynleg vistkerfisþjónusta svo sem vatnssíun, kolefnisbinding, hitastýring og líffræðileg fjölbreytni.

Verulegar áhyggjur er af ástandi jarðvegs á Jörðinni. Um 33% jarðvegs heimsins hefur þegar rýrnað að hættumörkum. Árlega tapast um 75 milljarðar tonna af frjósömum jarðvegi vegna rofs, sem veldur efnahagslegu tjóni sem nemur um 400 milljörðum Bandaríkjadollara. Ef ekkert er að gert gætu 90% landsvæða heimsins verið orðin skemmd að einhverju marki árið 2050, sem hefði bein áhrif á fæðuöryggi 3,2 milljarða manna, skv. greiningum frá FAO og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Í tilefni dagsins hvetur FAO til aðgerða: afþéttingar jarðvegs, grænna þaka, borgargróðurs, jarðgerðar og sjálfbærrar skipulagningar. Markmiðið er að endurheimta jarðveg sem grunn fyrir loftslagsaðgerðir, lýðheilsu og fæðuöryggi.

FAO heldur alþjóðlega hátíð í tilefni dagsins, með veitingu Glinkajarðvegsviðurkenningarinnar og fræðsluátaki sem nær til borgarstjóra, vísindamanna og almennings

Skylt efni: Jarðvegur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...