Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 1. mars 2017

Heiða Guðný og Hafliði stóðu sig frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Hafliði Sævarsson frá Fossárdal í Berufirði eru nýkomin heim eftir sex vikur á Nýja-Sjálandi þar sem þau tóku m.a. þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. 
 
Bæði stóðu þau sig frábærlega. Hafliði hafnaði í 39. sæti af 56 keppendum og Heiða Guðný, sem var eina konan í keppninni, lenti í 55. sæti.
 
Heiða Guðný og Hafliði voru ánægð þegar þau komu heim til Íslands eftir að hafa verið á Nýja-Sjálandi í sex vikur. Eftir heimsmeistarakeppnina taka nú við hefðbundin bústörf á jörðum þeirra. Mynd / MHH
 
Öttu kappi við mjög reynda rúningsmenn
 
Þau voru að keppa við mjög reynda og snögga rúningsmenn.Hver keppandi rúði 15 kindur og var það síðan hlutverk dómaranna að fara yfir verkið og gefa einkunn. 
 
Rúningur á Nýja-Sjálandi er gerólíkur því sem þekkist á Íslandi og því þurftu Heiða og Hafliði að læra allt aðra tækni en þau eru vön. Þau fóru því á námskeið hjá heimamönnum áður en keppnin sjálf hófst. 
 
Reynslunni ríkari
 
Bæði segjast þau reynslunni ríkari eftir keppnina, aðstæðurnar á Nýja-Sjálandi hafi verið frábærar og þau hafi fengið góðar móttökur hjá mótshöldurum og heimamönnum.  
 
Heiða Guðný var eina konan í ár sem tók þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. Hún sýndi snilldartakta og stóð sig vel.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...