Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Mynd / MHH
Fréttir 22. september 2020

Hefur áhyggjur af lélegum girðingum með vegum og lausagöngu búfjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landbúnaðarnefnd Rangárþings eystra fékk nýlega erindi inn á sitt borð varðandi lausagöngu búfjár meðfram Þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu þar sem bréfritari lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Nefndin tók undir með bréfritara á síðasta fundi sínum og lýsti yfir áhyggjum sínum á ástandi veg­girð­inga í sveitarfélaginu og þar af leiðandi búfénaði á vegsvæði.

Í bókun nefndarinnar kemur fram að þeirri spurningu sé ósvarað; hver er ábyrgð veghaldara á ástandi girðinga með vegum? Og, stenst það lög að veghaldari taki land af landeigendum og varpi síðan ábyrgð á þá um friðun vegsvæðis?

Vilja ekki lausagöngubann

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum að hún getur ekki fallist á lausagöngubann að svo komnu máli meðfram Þjóðvegi 1. Landbúnaðarnefnd hvetur hins vegar búfjáreigendur að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Þá óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að skýrð verði réttindi og skyldur búfjár- og landeigenda annars vegar og veghaldara hins vegar. Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, landbúnaðarnefndar og samgöngu- og umferðarnefndar. Á fundinn verði fengnir fulltrúar frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Vegagerðinni.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...