Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrafnagil
Hrafnagil
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júlí 2022

Hefjast handa í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samið hefur verið við G.V. Gröfur ehf. á Akureyri um lagningu verksins Eyjafjarðarbraut vestri, 821 um Hrafnagil.

Verkið snýst um að færa þjóð­veginn út fyrir byggðina og niður fyrir eyrar Eyjafjarðarár. Það er gert til að losna við umferð úr þéttbýlinu sem nú er í nokkurri uppbyggingu beggja megin við núverandi þjóðveg.
Verkið felst í nýbyggingu Eyja­fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á tæplega fjögurra kílómetra löngum kafla.

Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 kílómetra. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8 metra breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4 metra breiðar, einnig með bundnu slitlagi.

Meðalumferð á dag yfir allt árið á Eyjafjarðarbraut er í kringum 1.471 bíll á sólarhring, en umferðin er meiri yfir sumartímann. Verktakinn mun ekki hefja verkið fyrr en í október. Ástæðan er sú helst að ekki er heimilt að taka efni úr áreyrum Eyjafjarðarár á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á verktímann þar sem gert er ráð fyrir mjög rúmum tíma.

Stefnt er að því að gerð fyllinga, rofvarna og styrktarlags, ásamt efnisvinnslu fyrir burðarlag, verði lokið fyrir árslok 2023 en verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024, samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Eyjafjarðará er veiðiá og er tekið skýrt fram í útboðsgögnum að verktaki skuldbindur sig til að koma í veg fyrir eins og kostur er að vatn gruggist á veiðitíma af völdum framkvæmda.

Skylt efni: Vegagerð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f