Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Havarí hlaðvarp – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallarnesi á Fljótdalshéraði og annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR - verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. 

Eygló segir lífræna ræktun gefa af sér gæðaafurðir en ennfremur séu aðferðirnar vænlegri til framtíðar. „Í lífrænni ræktun ertu með betri vöru. Það er meira magn af þurrefnum, plönturnar taka meira næringarefni upp úr jarðveginum, meira af steinefnum og vítamínum. Þannig þú ert betri mat,“ segir Eygló meðal annars.

Risastórt umhverfis- og lýðheilsumál

„Það er staðreynd að á undanförnum áratugum hefur næringargildi matvæla almennt verið að minnka. Það er meðal annars vegna þessarar einföldunar sem búið er að koma á með tilbúnum áburði sem inniheldur einungis brot af þeim grunnefnum, sem jarðvegurinn og plönturnar þarfnast. Þetta er miklu flóknara en svo að þú getir staðlað það sem þær þurfa,“ segir Eygló og nefnir að  rannsóknir bendi til þess að í loftlagslegu tilliti sé lífræn ræktun betri ræktunaraðferðir.

„Binding kolefnis er meiri. Jarðvegurinn verður ríkari af örverum og þetta er líklegra til að binda kolefni í vaxandi mæli í framtíðinni. Meðan tilbúinn áburður virðist brjóta niður getu jarðvegs til að  binda kolefni. Þetta eru tvö kerfi sem ganga í sitthvora áttina þegar við erum að tala um loftlagsmál.“

Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins og er nú aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum en einnig má hlusta á hann hér að neðan.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...