Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakerin og sumarblómabeðin hafa skilað sínu sumarhlutverki til fulls. Í stað þess að horfa upp á eyðimörk í beðum og pottum fram á vetur er tilvalið að skella fallegum haustblómum í moldina í staðinn.

Ýmsar tegundir sumarblóma standa reyndar lengi fram eftir haustinu og hafa fyrirhyggjusamir garðeigendur einmitt plantað þessum tegundum á sérvalda staði. Í þessum hópi eru morgunfrú, ljónsmunni, skrautkál, sólboði, möggubrá og silfurkambur, svo eitthvað sé nefnt, en þessar tegundir geta staðið bísperrtar og fallegar vel og lengi þrátt fyrir að kólni í veðri. Löng hefð er fyrir því að krydda hauströkkrið með fallegum lyngplöntum eins og beitilyngi og erikum, enda standa þær í fullum blóma þessa dagana og næstu vikur.

Mikið úrval er af þessum plöntum í garðyrkjuverslunum og er hægt að nota þær hvort heldur sem er í ker og potta eða skella þeim niður í blómabeðin í garðinum. Einnig er um að gera að horfa til fjölærra plantna eins og steinahnoðra, sumarhnoðra, jónsmessu­hnoðra og annarra síðblómstrandi fjölæringa sem eru að hefja sitt blómgunartímabil síðla sumars. Þessar fjölæru blómplöntur eiga fullt erindi í potta og ker, ekki síður en í blómabeðin og má alltaf skella þeim svo í blómabeðin þegar kemur að því að endurnýja blómahafið í kerjunum.

Sígrænar plöntur koma líka mjög sterkt inn á haustin því þær framlengja sumarið, hjálpa okkur við andlega tilfærslu frá sumri til vetrar og lífga upp á umhverfið eftir því sem aðrar plöntur fella blöðin og koma sér í vetrardvalann. Margir garðeigendur heimsækja garðyrkjustöðvar á haustin og falla þar fyrir sígrænum freistingum sem falla kannski aðeins í skuggann af blómahafi sumarsins en þeirra tími er núna.

Skemmtilegast er að blanda saman sígrænum tegundum og blómstrandi plöntum í haustkerin, þá fær augað mjög mikið fyrir peninginn.

Við gróðursetningu plantna í ker á haustin má nota venjulega pottamold en almennt þarf ekki að hafa mikið fyrir áburðargjöf á þessum tíma, enda eru plöntur ekki í hröðum vexti þegar hitastigið lækkar.

Skylt efni: ræktun | Garðyrkja

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f