Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands.

Hann var kjörinn á aðalfundi félagsins í Borgarnesi á dögunum. Haukur tekur við embættinu af Jóni Þorbergi Steindórssyni.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi árum hjá félaginu. Tel að það sé uppgangur og aukinn áhugi á gæðingakeppni almennt, bæði hér heima og erlendis. Sáum góða þátttöku síðastliðið sumar og frábærar sýningar á Landsmóti og Norðurlandamóti auk allra félagsmóta og úrtökur um allt land. Það er einnig gaman að sjá gæðingakeppni í auknum mæli á vetrarmótum hjá hestamannafélögum um allt land,“ segir Haukur.

Félagar Gæðingadómarafélagsins eru um 60 talsins og annan eins fjölda gæðingadómara má finna erlendis. Markmið félagsins er að vera málsvari félagsmanna, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart viðsemjendum. Auk þess að stuðla að góðri menntun og þjálfun dómara og að stuðla að bættum gæðum í vinnu dómara, m.a. með endurmenntun og eftirliti með störfum þeirra, t.d. að sjá til þess að dómurum sé ávallt tryggð sem best starfsaðstaða.

„Það eru mikil tækifæri fram undan hjá félaginu þar sem gæðingakeppni er frábært form á keppnisvellinum fyrir alla á öllum aldri og margar ólíkar hestgerðir. Félagið mun halda áfram að leggja áherslu á að mennta sína dómara ásamt því að miðla til hestamanna almennt jákvæðri og hestvænni hestamennsku á okkar frábæra hestakyni um allan heim,” segir Haukur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...