Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Mynd / TB
Fréttir 7. ágúst 2020

Haugsugulán varð bónda dýrkeypt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Með nýjum lögum um ökutækja­tryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn (t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi) eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild.
 
Hjá bændum geta þetta t.d. verið rúlluvélar, vagnar, heyvinnuvélar, haugsugur o.fl. sem dregið er af dráttarvélum. Breytingin þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á eftirvagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. 
 
Haugsugan ótryggð
 
Bóndi nokkur lánaði haugsugu á milli bæja eins og góðir nágrannar gera. Haugsugan var ekki tryggð sérstaklega en sá sem fékk hana lánaða lenti í tjóni. Haugsugan sjálf var ótryggð og lenti því tjónið á bóndanum sem fékk haugsuguna lánaða.
 
Vátryggingafélag Íslands kynnti breytingarnar með eftirfarandi dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur að.
 
Fyrir lagabreytingu:
Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Eftir lagabreytingu: 
Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur eftirvagn, að vagni frátöldum. Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær ekki yfir tengivagninn. 
 
Hálfkaskó getur dugað
 
Bændur eru margir hverjir með svokallaðar „hálfkaskótryggingar“ á dráttarvélum til landbúnaðar­starfa. Undir þann skilmála falla landbúnaðartæki í eigu vátryggingataka sem eru fast­tengd við dráttarvélina þegar hún veltur eða hrapar. Bótasvið tryggingarinnar innifelur einnig bruna, skemmdir vegna eldinga, rúðubrota og þjófnaðartilrauna en þessir þættir eiga eingöngu við um dráttarvélina sjálfa.Tryggingafélögin hafa hvatt sína viðskiptavini til þess að fara yfir trygginga­málin og hafa samband við sitt tryggingafélag ef þeir eiga tengivagn. 

Skylt efni: haugsugur | tryggingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f