Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Talið er að allt að 95 þúsund rúmmetrum timburs sé hent á Íslandi á ári hverju. Nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling mun endurvinna timburúrgang og umbreyta í timbureiningar fyrir byggingariðnað.
Talið er að allt að 95 þúsund rúmmetrum timburs sé hent á Íslandi á ári hverju. Nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling mun endurvinna timburúrgang og umbreyta í timbureiningar fyrir byggingariðnað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. október 2025

Hátt í hundrað þúsund rúmmetrum timburs hent

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling ehf. mun endurvinna timburúrgang og breyta honum í timbureiningar fyrir byggingariðnað.

Timber recycling ehf., fyrirtæki í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, á að endurvinna timburúrgang og umbreyta í hágæða timbureiningar fyrir byggingariðnaðinn. Með því að nýta timbureiningar unnar úr úrgangstimbri í stað nýrra viðarefna, hyggst Högni stuðla að minni sóun, lægra kolefnisspori og sjálfbærari byggingarlausnum.

Högni Stefán Þorgeirsson.
Gríðarmiklu hent

„Þetta snýst um að taka timbur sem náð hefur endastöð í núverandi kerfi og veita því framhaldslíf. Það gæti verið í formi ýmissa gæðagripa, t.d. stóla, borða, gólfefnis, veggfjala o.fl.,“ segir Högni. Hann er forstjóri og eigandi Timber recycling og segist hafa fengið góða ráðgjöf frá mörgum til þess bærum aðilum. Verkefnið sé í raun og veru mikilvægt á heimsvísu.

„Á Íslandi er hent 90-95 þúsund rúmmetrum af timbri á hverju ári, en það er eins og að þéttraða timbrinu á fótboltavöll og nær það fjall 16 metra upp í loft, eða svona eins og sjö hæða blokk,“ útskýrir Högni. Hann telur skipta miklu máli að unnið sé úr þessu affallstimbri og þannig stuðlað að sjálfbærari framtíð á grunni hins gamla efniviðar.

Um þessar mundir er Högni að kanna úrvinnslumöguleika. „Við erum að líma saman bita og gera klára fyrir álagsprófanir,“ segir hann.

Góður meðbyr

Högni var með verkefnið í viðskiptahraðlinum Hringiðu í fyrra, en það er prógramm til að aðstoða íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að grænum lausnum við að koma hugmyndum sínum hratt og vel áfram.

Hann segist ekki hafa mætt neinum sérstökum fyrirstöðum í verkefninu, móttökur séu almennt góðar.

„Ég bara sé ekki erfiðleika í því sem ég er að gera. Aðeins mismunandi flækjustig í verkefnum,“ segir hann. „Fyrst hélt ég að það yrði erfitt að sannfæra fólk um ágæti verkefnisins, en svo reyndist alls ekki vera. Það virðast allir skilja ágæti og mikilvægi þess.“

Meginmarkmið fyrirtækisins verður að framleiða vörur fyrir byggingariðnaðinn og þegar fram líða stundir að vinna úr æ meira hráefni og auka vöruúrval.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...