Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Menning 14. júní 2023

Hátíð töfra og sumarsólar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Miðsumarshátíð norrænna manna, Jónsmessan, fagnar sumarsólstöðum, birtu og yl. Sumarsólstaðir, eða lengsti sólargangur ársins, er þó 21. júní en Jónsmessan haldin þann 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag vegna tengingar hennar við kristni.

Er nafn Jónsmessunnar dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar, en eins og við tengjum við hana í dag fyllt náttúrutöfrum og kyrrð, hátíð sumars, sólar og birtu. Hún hefur ætíð haft á sér ævintýralegan blæ, en aðfaranótt Jónsmessunætur er þekkt sem ein fjögurra nátta ársins sem magnaðastar þykja hvað varðar töfra á einhvern hátt.

Hinar eru jóla-, nýárs- og þrettándanótt. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nánd við sólhvörf, sumars eða vetrar og á þeim flestum rætast draumar, dýr tala og allir yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar koma í ljós, fólki til gleði eða ama auk þess sem óskasteinar, lausnarsteinar, draumagras, lásagras og huliðssteinar tala til hjörtu trúaðra á Jónsmessunni.

Það er að minnsta kosti víst að þessa messutöfra ættu menn að njóta til fulls, að minnsta kosti innra með sér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...