Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hátækni á Blönduósi
Fréttir 20. júní 2023

Hátækni á Blönduósi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Foodsmart Nordic er nýtt framleiðslufyrirtæki fæðubótarefna og hefur sérhannað húsnæði á Blönduósi undir vinnsluna.

Í fréttatilkynningu segir að framleiðsla á tilraunastigi sé hafin og hyggist forsvarsmenn fyrirtækisins, þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson, hefja formlega starfsemi í sumar. Að sögn þeirra er meginmarkmið Foodsmart Nordic að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði. Að baki félaginu standi öflugur hópur fjárfesta og þar af sumir með rætur á svæðinu. Rannsóknasetur félagsins er á Skagaströnd. Fæðubótarefnin eru framleidd úr íslensku sjávarfangi en rannsóknir hafa staðið yfir á m.a. kollageni, sæbjúgnadufti og fiskpróteinum úr íslenskum þorski.

Fjárfesting í fasteign að Ægisbraut 2 og tækjabúnaði nemur um eða yfir 500 m.kr. og stefnt að frekari stækkun þegar fyrirtækið hefur haslað sér völl. Áætlað er að framleiða um 150 tonn fullunninna afurða nú í fyrsta áfanga. Framleiðslan verður gæðavottuð til útflutnings.

Viðar segist vænta þess að Foodsmart Nordic auki fjölbreytni í atvinnulífinu á Blönduóssvæðinu. „Bein störf á svæðinu í tengslum við reksturinn verða um 15 á næstu 2-3 árum. Þá eru ótalin afleidd störf tengd núverandi uppbyggingu og svo viðskiptum til framtíðar, auk þess sem uppbygging nýsköpunarstarfsemi hefur jafnan hvetjandi áhrif á nærumhverfið,“ segir Viðar.

Skylt efni: Foodsmart Nordic

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...