Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsmenn Háskólafélags Suðurlands, frá vinstri, Sigurður Sigursveinsson, Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir. Á myndina vantar Guðlaugu Ósk Svansdóttur sem er starfsmaður á Hvolsvelli.
Starfsmenn Háskólafélags Suðurlands, frá vinstri, Sigurður Sigursveinsson, Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir. Á myndina vantar Guðlaugu Ósk Svansdóttur sem er starfsmaður á Hvolsvelli.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. janúar 2018

Háskóli Íslands og Háskólafélag Suðurlands í spennandi samstarfsverkefni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Háskóli Íslands og Háskólafélag Suður­lands eru að þróa með sér spennandi verkefni varðandi þróun fagháskólastigsins. Þar er um að ræða verkefni á sviði ferðamálafræða, tæknifræði og hagnýtra leikskólafræða. 
 
Háskólafélagið, sem er með höfuðstöðvar sínar í Fjölheimum á Selfossi og fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu, er með um sextíu háskólanema sem leigja sér aðstöðu til náms í Fjölheimum og hafa þar sjálfstæðan aðgang frá morgni til miðnættis alla sjö daga vikunnar. 
 
„Nú á haustönn lagði félagið um 600 próf fyrir nemendur úr flestum háskólum landsins auk framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám.
 
Umfang þessarar starfsemi eykst ár frá ári, með þessu hefur skapast hér raunverulegt háskólasamfélag,“ segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri félagsins. 
 
Auk Fjölheima á Selfossi er að finna á starfssvæði félagsins námsver á Hellu, Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri, en á Höfn tók Þekkingarsetrið Nýheimar í haust við þessari háskólaþjónustu Háskólafélagsins á Höfn. 
 
Sigurður segist horfa bjartur fram á næstu tíu árin í starfsemi Háskólafélagsins.
 „Já, verkefnin eru næg en í nútíma samfélagi ráðast búsetugæði ekki síst af góðu  aðgengi að háskólamenntun. Háskólafélagið er tæki Sunnlendinga til að vinna að þeim málum. Félagið hefur lagt áherslu á að vera samstarfsmiðað. Það er ekki stórt en hefur sýnt að það getur áorkað ýmsu í samstarfi við aðra. Við fögnum áherslum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í byggðamálum, menntun og nýsköpun og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við stjórnvöld, háskóla, sveitarfélög, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og almenning,“ segir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...