Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hamprækt á Íslandi?
Á faglegum nótum 8. ágúst 2023

Hamprækt á Íslandi?

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá BÍ og félagsmaður í Hampfélaginu og Þórunn Þórs Jónsdóttir, stjórnarformaður og einn af stofnendum Hampfélagsins.

Bændasamtök Íslands (BÍ), í samstarfi við Hampfélagið, lögðu nýlega fram könnun sem er opin öllum áhugasömum til 15. ágúst. Könnunin er aðgengileg á heimasíðum og samfélagsmiðlum félaganna, bondi.is og hampfelagid.is.

Hamprækt á Íslandi er fjarlæg hugmynd í augum margra en það var kartaflan líka þegar hún var fyrst kynnt fyrir Íslendingum fyrir þremur öldum. Enginn hefur farið varhluta af kartöflum. Það er ærin ástæða til að trúa á að iðnaðarhampur geti orðið að nýrri „kartöflu“ fyrir íslenskan landbúnað. Sú ímynd af hampi sem náð hefur að skjóta hvað dýpstum rótum hérlendis er væntanlega sprottin frá Bandaríkjunum á tímum hippanna en þá fékk hampurinn orð á sig fyrir að vera eiturlyf. Allur annar ávinningur hampplöntunnar féll þar með í skugga þessara heilasljóvgandi áhrifa og þannig hefur það bara verið.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar og í dag hafa vísindamenn náð orðstír hampsins aftur til vegs og virðingar. Það er nefnilega fjölmargt sem hampplantan getur gefið okkur. Sumir segja að hampur sé eina plantan sem æðri máttarvöld hafi ætlað manninum því hún veitir flest það sem mannveran þarfnast. Fyrir utan afurðir eins og trefjar í föt, stöngla í steypu og olíur til heilbrigðis má nefna jarðvegsbæti og kolefnisbindingu.

Ýmsir frumkvöðlar hafa prófað að rækta iðnaðarhamp hérlendis og er árangurinn misjafn, rétt eins og við var að búast; því þekking og reynsla er mislangt á veg komin. Þeirmsem hafa náð tökum á ræktuninni hefur þó tekist að sýna fram á að ræktunin er auðveldari en marga hefði grunað. Áskorunin nú er að skilgreina viðráðanleg markmið og finna viðeigandi markað fyrir þá afurð sem ætlunin er að rækta. Þá þarf að vita hvaða möguleikar eru fyrir hendi; hvar, hve mikið og fleira eftir því.

Tilgangur könnunarinnar er að safna upplýsingum til greiningar á núverandi stöðu iðnaðarhampræktar hérlendis og kanna mögulegt umfang hampræktar út frá því. Með viðunandi fjölda svara úr könnuninni má reikna með að hægt verði að áætla hvar á landinu sé mestur áhugi á hamprækt, hvaða landkostir eru til umræðu, flatarmál mögulegs ræktunarlands og ytri skilyrða og upp úr þeim gögnum má til dæmis gera útreikning á mögulegu framboði hráefnis og setja í samhengi við vaxandi eftirspurn.

Könnunin er gerð til að vinna að framgangi iðnaðarhampræktar á Íslandi.

Skylt efni: Hamprækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...