Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar
Fréttir 23. mars 2020

Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hampfélagið skorar á heilbrigðisráðherra að hafa stjórn á Lyfjastofnun sem hefur hreðjatak á leyfisveitingum fyrir innflutning á hampfræjum. Lyfjastofnun er að okkar mati að rangtúlka lög um ávana- og fíkniefni og notar þessi lög til þess að hindra innflutning á hampfræjum, þrátt fyrir að ekki sé hægt að framleiða ávana- og/eða fíkniefni úr iðnaðarhampi.

Matvælastofnun sem heyrir undir landbúnaðarráðherra, er sú stofnun sem hefur og á að hafa eftirlit með innflutningi sáðvöru og krefjast þeirra vottorða sem nauðsynleg eru til að tryggja öryggi hennar.

Hamfélagið skorar jafnframt á landbúnaðarráðherra að berja í borðið og stöðva þá hringavitleysu sem hefur verið í gangi síðan í haust, eftir að Lyfjastofnun ákvað að breyta túlkun sinni á téðum lögum, enda heyri þessi innflutningur undir hann og ráðherra ætti ekki að líða að völdin séu hrifsuð á þennan hátt úr hans höndum.

Iðnaðarhampur er planta sem hefur nánast óteljandi nýtingamöguleika, auk þess sem plantan kolefnisbindur 20x hraðar en tré og gefur Íslendingum færi á að verða sjálfbærari um hráefni í margskonar iðnað.

Það er á tímum sem þessum sem þörfin fyrir sjálfbærni er knýjandi fyrir hvert þjóðríki. Að banna innflutning á hampfræjum sem hafa verið innan styrkjakerfis Evrópusambandsins í tvo áratugi, er því óverjandi. Að auki gæti ræktun og framleiðsla á hampi dregist saman á heimsvísu, því erfitt er að starfrækja fyrirtæki á fullum afköstum þegar að Covid 19 vírusinn herjar á heimsbyggðina og innflutningur því orðið erfiðari.

Hampfélagið hvetur því stjórnvöld til að leyfa án tafar innflutning á hampfræjum svo bændur geti farið að undirbúa ræktun fyrir næsta sumar. Það tekur nokkrar vikur að flytja inn fræ sem þurfa að komast ofan í jörð í maí. Ef málið tefst mikið fram í apríl er sumarið í ár farið forgörðum sem annars hefði verið hægt að nýta í tilraunaræktun um land allt.

Virðingafyllst,
Fyrir hönd stjórnar Hampfélagsins,
Sigurður Hólmar Jóhannesson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...