Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nítríta og nítrata í matvælum er minnkað, en þessi efni gefa bragð, lit og eru til rotvarnar meðal annars í unnum kjötvörum og ostum.

Breytingarnar tóku gildi í Evrópusambandinu í haust sem knýja á um sams konar breytingar hér á landi og í því þurfa innlendir matvælaframleiðendur að bregðast við – og mögulega að breyta uppskriftum sínum, eins og fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Krabbameinsvaldandi efnasambönd

Samkvæmt tilkynningunni er hámarksmagn þessara efna nú minnkað vegna þess að tilvist þeirra í matvælum geti leitt til myndunar nítrósamína efnasambanda sem sum séu krabbameinsvaldandi. Því sé nauðsynlegt að lágmarka hættu á þeirri myndun en þó þurfi að viðhalda vernd gegn vexti skaðlegra örvera.

Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, er sú breytingin einnig gerð að til viðbótar við hámarksgildi fyrir það magn sem leyfilegt er að nota við framleiðslu, eru einnig sett viðmiðunargildi fyrir leifar efnanna í matvælunum.

Þá séu hámarksgildi nú gefin upp sem nítrít og nítrat jónir, en voru áður gefin upp sem natríumsölt efnanna.

Nítrít ekki leyfilegt í ostagerð

Katrín segir að breytingarnar á hámarksmagni efnanna í matvælum sé mismunandi eftir flokkum vara, eftir því hvort um nítrít eða nítrat sé að ræða og líka mismunandi hve mikið gildin eru lækkuð. Fyrir algengustu flokka kjötvara sé hámarksmagn nítríts lækkað úr 150 mg/kg í 120 mg/kg (80 mg/kg sem nítrítjón).

Fyrir algengustu flokka osta sé nítrat eingöngu leyfilegt, en ekki nítrít, og er lækkað úr 150 í 112,5 mg/kg (75 mg/kg sem nítrítjón).

Leifar út geymslutímann

„Nú er líka verið að bæta við gildum fyrir leifar af efnunum í vörunum út geymslutímann og er þá miðað við allan uppruna efnanna, sem gæti verið annar en bara vegna þeirra efna sem bætt er við. Þau geti verið náttúrulega til staðar í einhverju hráefni,“ heldur Katrín áfram.

„Í flestum tilfellum hafa slík gildi ekki verið til áður. Þetta eru þó ekki eiginleg hámarksgildi þannig að það þarf ekki að banna vöru ef þetta er yfir viðmiðunargildum, en það þarf að rannsaka og skýra málið og reyna að koma í veg fyrir að það fari umfram.“

Mismunandi aðlögunartími

Um leið eru gerðar miklar breytingar á leyfilegu hámarki aðskotaefnanna blý, kvikasilfurs og arsen í matvælum.

Þar hefur leyfilegt hámarksmagn verið 3 mg/kg fyrir arsen, 2 mg/kg fyrir blý og 1 mg/kg fyrir kvikasilfur, en hámarkið fyrir öll efnin fer í 0,1 mg/kg.

Katrín bendir framleiðendum á að kynna sér reglugerðina og mismunandi aðlögunartíma fyrir mismunandi afurðir.

Búast megi við að hann verði svipaður og í Evrópusambandinu, en fyrir kjöt- og fiskafurðir er hann til 9. október 2025 en fyrir osta er hann oft lengri, sá lengsti til október 2027.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f