Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Mynd / ál
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ehf., hefur skrifað undir samning við Íslenskt staðfest. Það er eina íslenska upprunamerkingin á matvælum sem krefst vottunar óháðs aðila.

Halla segir merki eins og Íslenskt staðfest gefa neytendum færi á að sjá hvort vörurnar séu íslenskar eða ekki á skjótan og auðveldan hátt. Ferskt grænmeti ræktað hér á landi sé nær alltaf merkt framleiðanda og er því auðvelt fyrir neytendur að átta sig á uppruna þess. Íslenskt staðfest- merkið muni hins vegar skipta meira máli ákveði hún að vinna afurðirnar sínar frekar.

Mikilvægi samræmdrar upprunamerkingar

Samband garðyrkjubænda eigi fánaröndina sem prýði stóran hluta íslensks grænmetis. „Íslenskt staðfest er sérstakt merki að því leyti að það á að ná til allra búgreina og afurða,“ segir Halla. Henni finnist brýnt að styðja við uppgang þess.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem heild að vera með samræmda upprunamerkingu á íslenskum landbúnaðarvörum,“ bætir hún við. Það myndi styrkja vörumerki frá öðrum búgreinum, sérstaklega þegar matvælin eru unnin.

Í vor hefst sala og dreifing á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi undir merkjum Sólskins grænmetis ehf. Íslenskt staðfest mun í fyrstu prýða tómata, gúrkur og útiræktað grænmeti.

Búnaðarþing einróma um upptöku merkisins

Til að mega bera Íslenskt staðfest- merkið þurfa matvörur að vera unnar og pakkaðar á Íslandi. Minnst 75 prósent innihaldsins þarf að vera íslenskt, en kjöt, mjólk, egg og fiskur þarf að vera 100 prósent íslenskt. Plöntur, blóm og matjurtir þurfa að vera ræktaðar á Íslandi og má grænmeti sem hráefni ekki vera unnið eða blandað annarri vöru. Vörur sem innihalda skorið grænmeti þurfa að innihalda minnst 75 prósent íslenska afurð.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...