Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Mynd / Andri Guðmundsson
Líf og starf 16. september 2019

Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. 
 
Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og  telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda.
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið.
 
Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. 
 
Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. 

Skylt efni: Skógasafn | Skógaskóli | Skógar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...