Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming
Mynd / skjáskot - vefur Nordic Food in Tourism
Fréttir 29. september 2021

Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming

Höfundur: Ritstjórn

Nordic Food in Tourism  er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019-2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni. Til að kynna niðurstöður verkefnisins og dýpka skilning er efnt til ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september.

Um 250 gestir víðsvegar að úr heiminum hafa nú þegar skráð sig en bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

Straumar og stefnur í norrænni matvælaframleiðslu

Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands.

Þótt mikið hafi verið skrifað um framtíð matvælaframleiðslu annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar er frekar fátítt að spyrða þessar tvær atvinnugreinar saman sem órjúfanlega þræði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Líkt og gestirnir koma fyrirlesarar víða frá og verða því allir fyrirlestrar á ensku. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíðu verkefnisins www.nordicfoodintourism.is

Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...