Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar.

Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á liðnu rekstrarári hafi verið 67,1 milljón króna.

Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu er ekki lagt til að arður sé greiddur af hlutafé heldur sé hagnaðurinn notaður til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins vegna mögulegra fjárfestinga á næstu misserum.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra var aðalfundurinn ágætlega sóttur miðað við fyrri ár. Helstu tíðindin af fundinum séu góð afkoma félagsins og að enn þá sé mikil eftirspurn eftir lopavörum, auk þess sem þörf sé á fjárfestingu í bandframleiðslu.

Sú breyting varð á stjórn ÍSTEX að Unnsteinn Snorri Snorrason fer út en Jóhann Ragnarsson tekur hans sæti. Stjórnina skipa að öðru leyti þau Gunnar Þórarinsson formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halla Eiríksdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir.

Skylt efni: Ístex

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f