Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bak við búðarborðið á Erpsstöðum.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bak við búðarborðið á Erpsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 16. mars 2018

Hagkvæmari efna- og örverumælingar

Höfundur: smh
Beint frá býli, félag heima­vinnsluaðila, hefur samið við Matís um að sinna efna- og örverumælingum fyrir félagsmenn sína, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til smærri aðila í heimavinnslu matvæla. 
 
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli, segir að ekki sé verið að herða reglurnar um þessar mælingar. „Þetta snýst um að freista þess að fá þessa þjónustu á betra verði þar sem umfang framleiðslunnar er svo lítil að hún ber ekki endilega mikinn aukakostnað. 
 
Það þarf að senda inn talsvert af sýnum úr hverri vöru og oft á tíðum er magn framleiðslunnar mjög lítið.“
Að sögn Þorgríms þarf að fylgjast með nokkrum þáttum framleiðslunnar. Það þarf að taka vatnssýni, gera þrifapróf, mæla magn næringarefna og síðan athuga hvort óeðlilega mikið sé af sýklum eins og E.coli og listeria, eða öðru sem ekki á að vera í vörunum. Þetta er bara partur af gæðastjórnun,“ segir Þorgrímur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f