Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Mynd / Sigurjón Sigurjónsson
Fréttir 26. september 2017

Hafsteinn er kokkur ársins

Höfundur: smh

Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugarvegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldinn var í Hörpu síðastliðinn laugardag.

Eftifarandi fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita:

  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks     (1. sæti)
  • Garðar Kári Garðarsson                 Deplar Farm / Strikið    (2. sæti)
  • Víðir Erlingsson                                Bláa Lónið    (3. sæti)
  • Rúnar Pierre Heriveaux                  Grillið Hótel Saga
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Keppendur elduðu 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Eftir það höfðu þeir fimm klukkustundir til að undirbúa matinn.

Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.

Fjölskipuð dómnefnd valdi sigurvegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýndi sigurvegarann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...