Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafrar betri en bygg
Utan úr heimi 18. júlí 2023

Hafrar betri en bygg

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Sænsk rannsókn, sem sagt var frá í Journal of Dairy Science, sýndi fram á að kýr sem fá hafra mjólka meira en kýr sem fá bygg.

Gerð var rannsókn á 16 rauðum sænskum kúm og þeim var skipt í fjóra hópa. Einn hópur fékk bygg, annar fékk hafrana beint og ómeðhöndlaða, þriðji fékk hafrana hálf afhýdda og sjá fjórði hafra sem voru að fullu afhýddir. Afhýðing á höfrum fer m.a. þannig fram að þeir eru sogaðir inn í gúmmítromlu sem snýst mjög hratt og hýðið splundrast við það af þeim. Oft þarf að endurtaka þetta ferli til að ná að fullu að afhýða hafrana. Auk hafranna og byggsins fengu kýrnar bæði vothey og önnur fóðurbætandi efni eftir þörfum.

Niðurstaðan sýndi að kýr sem fengu hafra mjólkuðu meira, einnig mælt sem OLM, en kýrnar sem fengu byggið. Enginn munur var á hópunum eftir því hvernig hafrarnir voru unnir og benda niðurstöðurnar til þess að hafra megi gefa kúm beint og án forvinnslu.

Skylt efni: hafrar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...