Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Haförn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 12. desember 2022

Haförn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Haförn, ótvíræður konungur íslenskra fugla. Stærsti og jafnframt sjaldgæfasti ránfugl landsins með yfir 2 metra vænghaf. Vængirnir eru breiðir, ferhyrndir og eru ystu flugfjaðrirnar vel aðskildar. Þetta gerir þá auðgreinda á flugi, jafnvel úr mikilli fjarlægð þar sem þeir svífa þöndum vængjum í leit að bráð.

Ernir verða ekki kynþroska fyrr en 4-5 ára gamlir og parast fyrir lífstíð. Falli annar makinn frá getur það tekið mörg ár að finna annan maka. Varp og ungatími er nokkuð seinlegt ferli hjá erninum. Varpið hefst í apríl og verpa þeir oftast einu eggi en stundum tveimur eða jafnvel þremur. Oft kemst þó ekki nema 1 ungi á legg og hjá sumum fuglum misferst varpið jafnvel alveg. Ungarnir eru 35-40 daga að klekjast úr. Fyrstu 5-6 vikurnar eru ungarnir alveg háðir því að foreldrarnir mati þá. Þeir verða síðan ekki fleygir fyrr en um 10 vikna gamlir. Íslenski haförninn var nánast útdauður um 1960 en þá voru ekki nema 20 pör eftir þrátt fyrir að hafa verið alfriðaður um 1913. Síðan þá hefur stofninn vaxið en vegna þess hversu seint þeir verða kynþroska og fáir ungar komast á legg ár hvert er vöxturinn mjög hægur. Nú í dag er stofninn um 80-90 pör og á fjórða hundrað fuglar en stór hluti þeirra eru ungfuglar.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...