Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Mynd / Samsett mynd / Arla
Fréttir 27. janúar 2025

Hættir með jurtamjólk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norræna mjólkursamlagið Arla hefur ákveðið að hætta sölu á jurtamjólk í matvöruverslunum í Norður-Evrópu.

Framleiðsla jurtadrykkjanna, sem eru markaðssettir undir vörumerkinu Jörð, hefur skilað tapi undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri Arla í Danmörku segir söluna ekki hafa tekið við sér eins og vonir stóðu til. Frá þessu greinir Jyllands-Posten.

Arla telur tvennt helst skýra lítinn áhuga neytenda á jurtamjólk. Annars vegar leiðir aukin verðbólga til þess að neytendur sýni aðhald í innkaupum og því eigi dýr jurtamjólk erfitt uppdráttar. Hins vegar eru neytendur orðnir áhugasamari um heilbrigt mataræði og búnir að gera sér grein fyrir rýrara næringargildi jurtamjólkur í samanburði við kúamjólk. Framleiðsla á jurtamjólk fyrir hótel og veitingahús mun halda áfram.

Fyrirtækið sem Arla stofnaði í kringum framleiðslu á jurtamjólkinni Jörð hefur tapað samtals 158,2 milljónum danskra króna (3,1 milljarður ISK) frá
því það var stofnað árið 2019.

Skylt efni: Arla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...