Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá fundi eggjabænda
Frá fundi eggjabænda
Mynd / Höskuldur Sæmundsson
Fréttir 16. mars 2022

Hætta á að matvæli hækki í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Við sem hittumst fyrir hönd deildar eggjabænda innan Bænda- samtakanna áttum gott spjall á nýafstöðnu Búgreina­þingi,“ segir Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda, „og fundurinn gagnlegur.“

Á fundinum var kosinn stjórn fyrir deild eggjabænda og í henni sitja Stefán Már Símonarson, formaður og Halldóra Hauksdóttir og Arnar Árnason, meðstjórnendur.

Félag eggjabænda áfram starfrækt

„Meðal þess sem við ræddum á fundinum eru félagsmál deildarinnar og framtíð hennar og við ákváðum að hittast aftur í vor og klára þá umræðu.“

Stefán segir að Félag eggjabænda verði áfram starfrækt til hliðar við búgreinadeildina og að hugur manna sé til að halda því virku áfram en í því félagi er einnig áhugafólk í eldi og eggjaframleiðslu.
Hætta á að matvælaverð hækki

„Helsta hagsmunamál eggja­fram­leiðenda í dag er, eins og hjá öllum öðrum í landbúnaði, ástandið í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar er hætta á skorti á ýmsum nauðsynjavörum og um leið hækkun matvælaverðs í heiminum.

Niðurstaðan af Búgreinaþinginu er að við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi BÍ undanfarin misseri hafi heppnast vel hingað til og lofi góðu fyrir framhaldið.“

Fulltrúi deilda eggjabænda á Búnaðarþingi verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...