Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Mynd / CGTN
Utan úr heimi 6. september 2023

Hæsta tré Asíu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lengi var svonefnt Menara-tré (Shorea faguetiana) í Malasíu talið hæsta tré álfunnar, 100,8 metrar á hæð en metið hefur sem sagt verið slegið og gerðist það nýlega, samkvæmt frétt frá Pekingháskóla.

Strandrauðviður (Sequoia semper- virens), einnig nefnd strandrisafura, í Ameríku, er talin hæsta núlifandi trjátegund jarðar.

Kortlagt með dróna

Í maí sl. var svæði með þyrpingu himalajasýpristrjáa kortlagt vandlega með dróna, af teymi vísindamanna frá háskólanum í Peking og Xizijiang- og Shan Shui náttúruverndarmiðstöðvunum, með stuðningi skógræktar- og graslendisstofnunar Kína. Dróninn bar bæði LiDAR mælitæki og þrívíðan leysisskanna til mælinganna.

Það var Li Cheng frá Xizijiang-stöðinni sem fyrst uppgötvaði trjáþyrpinguna. Þessi uppgötvun hefur brugðið nýju ljósi á heimildir um hæstu tré Asíu. Þyrpingin í Yarlung Zangbo-gljúfrinu er á svæði þar sem hæstu tré Kína er að finna og þéttleiki þeirra er hvað mestur.

Þarna eru, auk hins 102,3 metra háa himalajasýpriss, fjöldi risatrjáa yfir 85 metra að hæð og tilgreint að í það minnsta 25 þeirra séu hærri en 90 metrar.

Í hæsta verndarflokki

Himalajasýpris er í hæsta verndarflokki plöntutegunda í Kína og sjaldgæfur í villtri náttúru. Samkvæmt fregn Pekingháskólans vonast rannsóknarteymið sem fann hæsta tré Asíu til að koma á fót langtímaeftirliti og -rannsóknum á himalajasýpris í landinu.
Rúmlega 30 metra há íslensk sitkagrenitré

Hæstu tré Íslands eru rúmlega 30 metra há sitkagrenitré en hæsta tré sem hefur verið mælt á jörðinni fyrr og síðar mun vera 133 metra hátt myrtutré. Til gamans má geta þess að í sanskrít merkir orðið „himalaja“ það sama og „ísland“.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...