Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting
Á faglegum nótum 21. janúar 2016

Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Í töflu sem birt var í síðasta Bændablaði (17. des. 2015) var umfjöllun um hæst stiguðu lambhrúta landsins, flokkaða eftir sýslum.  
 
Eftirfarandi leiðréttingum verður hér með komið á framfæri varðandi upplýsingar í töflu sem fylgdi greininni.  Í Suður-Þingeyjarsýslu er í 5. sæti hrútur frá Þverá í Dalsmynni en ekki Þverá í Reykjahverfi. Í Suður-Múlasýslu er hrútur í 3. sæti nr. 253 frá Ásgarði, Breiðdal.  Bakvöðvaþykkt á þessu lambi á að vera 37 mm en ekki 27 mm. Alvarlegasta athugasemdin er síðan sú að í lista yfir topphrúta í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu vantar hrúta frá Skjaldfönn. Þessi mistök eiga rætur að rekja til þess að Skjaldfönn tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð og fjárræktarfélaginu Tindi á Ströndum og flokkast því í uppgjöri með búum á því svæði.  Hins vegar er býlið eftir sem áður staðsett í Norður-Ísafjarðarsýslu.  Efsti hrútur í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu á því að vera lamb nr. 38 frá Skjaldfönn sem hlaut 88,5 stig og í þriðja sæti lamb nr. 81 frá sama bæ sem hlaut 87 stig.
 
Uppfærslu á þessari töflu ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu má finna inn á www.rml.is.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...