Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 15. desember 2022

Hækkunin stendur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin breyting hefur orðið á væntanlegri hækkun á úrvinnslugjaldi á heyrúlluplasti í meðförum Alþingis.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2023 hefur nú gengið gegnum efnahags- og viðskiptanefnd og verður væntanlega að lögum eftir aðra umræðu.

Í frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Bændasamtökin lögðust gegn þessari hækkun enda getur hún þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur. Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar segir að hækkunin geti orðið bændum íþyngjandi, en óvíst sé hvernig verð á heyrúlluplasti muni þróast næstu mánuði.

„Meirihlutinn bendir á að rekstrarumhverfi búvöruframleiðslu er kvikt, í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á liðnu ári hafa verið umtalsverðar vegna þessa.

Enn eru blikur á lofti og mikilvægt er að fylgjast áfram með þróun mála og beita markvissum aðgerðum vegna hagsmuna neytenda, bænda og íslensks matvælaiðnaðar.

Þá beinir meirihlutinn því til umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana og metið með hagsmunaaðilum hvernig söfnun og endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust til framtíðar.

Með því er tryggð betri endurheimta og endurvinnsla á heyrúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og kostnaður bænda af söfnun þess til endurvinnslu lágmarkaður.“

Skylt efni: rúlluplast

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...