Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hækkun upp á 35% að meðaltali
Fréttir 25. ágúst 2022

Hækkun upp á 35% að meðaltali

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturleyfishafar hafa nú allir gefið út uppfærðar verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun haustsins.

Landsmeðaltalshækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda fyrir dilka hækkar um 35,3 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands, og er komið í 746 krónur á kílóið.

Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára, eða 43,5 prósent.

Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé er 10,2 prósent.

Hæsta meðalverð er 751 króna á kílóið

Hæsta meðalverðið fyrir dilka greiða Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH, eða 751 krónu á kílóið.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd / HKr.

„Samkvæmt okkar útreikningum er hækkkun á reiknuðu afurðaverði fyrir dilkakjöt um 35 prósent milli ára. Það má segja að við séum búin að ná til baka leiðréttingu á hruni afurðaverðs sem var árin 2016 og 2017. Síðan ákvað ríkið í sumar að auka við stuðning til bænda til að koma til móts við takmarkalausar hækkanir á rekstrarkostnaði í landbúnaði. Þetta skiptir allt verulegu máli,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Afkoman batnar þó ekki

„Hins vegar er staðan þannig að samkvæmt okkar greiningum er hækkun á framleiðslukostnaði meiri en sem nemur hækkun afurðaverðs að viðbættum auknum stuðningi ríkisins. Þannig að þrátt fyrir þessar aðgerðir allar er í lok dags afkoma bænda ekki að batna milli ára,“ bætir Trausti við.

Hann segir að vinna þeirra haldi óbreytt áfram til að ná fram betri kjörum fyrir sauðfjárbændur. „Við þurfum að standa vörð um kjör bænda og ganga fram með skýrar kröfur um að bændur njóti sömu launakjara og aðrar sambærilegar stéttir launamanna. Þar eigum við enn þá langt í land. Það er mikilvægt að við leitum allra tækifæra til að auka arðsemi í greininni.

Bændur hafa síðustu ár gengið langt í hagræðingu og búa að því núna. Það hefur verið bent á að hægt sé að ná hagræðingu í afurðageiranum, meðal annars með aukinni sjálfvirkni og annarri tæknivæðingu. Við verðum að grípa þessi tækifæri því á þeim grunni byggjum við upp öfluga sauðfjárrækt á Íslandi til framtíðar.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...