Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda.
Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 0,18% úr 141,13 kr./l í 141,39 kr./l skv. ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Verðbreytingin tók gildi 17. nóvember sl.
Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í júní 2025. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækkar um 0,18% frá júní til september 2025.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum sem nefndin verðleggur helst óbreytt skv. ákvörðun verðlagsnefndar. Heildsöluverð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli hækkar um 0,16%.
Síðast hækkaði verðlagsnefndin lágmarksverð mjólkur til bænda í september sl. Hækkun lágmarksverðsins var þá um 1,15%, úr 139,53 kr./l í 141.13 kr./l.
