Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS
Mynd / Bbl
Fréttir 16. ágúst 2021

Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS

Höfundur: smh

Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH gáfu út sína sameiginlegu verðskrá á dögunum. Samkvæmt gögnum frá Unnsteini Snorra Snorrasyni, ábyrgðarmanni sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, er hækkunin þar mest á reiknað afurðaverð frá síðustu verðskrá, eða 6,3 prósent fyrir hvert kíló dilka. 

Áður hafði Sláturfélag Vopn­firðinga (SV) gefið út verðskrá, þar sem hækkunin var 5,9 prósent. Í sameiginlegri verðskrá frá Norðlenska og SAH afurðum er hækkunin 5,7 prósent að meðaltali fyrir dilka miðað við reiknað afurðaverð Norðlenska í síðustu sláturtíð, en 5,3 prósent miðað við SAH afurðir. Sláturfélag Suðurlands var fyrst til að birta afurðaverð og þar er hækkunin á reiknuðu afurðaverði 3,6 prósent.

Nær launalausir sauðfjárbændur enn eitt árið

Unnsteinn skrifaði í síðasta Bændablað um stöðu og horfur fyrir afurðaverð til sauðfjárbænda árið 2021. Þar segir hann ljóst að sú leiðrétting sem sauðfjárbændur hafi kallað eftir muni ekki nást fram. „Sauðfjárbændur munu að óbreyttu standa eftir nær launalausir enn eitt árið. Landssamtök sauðfjárbænda settu fram viðmiðunarverð til tveggja ára síðastliðið haust.  Þar var gert ráð fyrir því að afurðaverð haustið 2020 yrði 600 kr/kg og haustið 2021 færi verðið upp í 700 kr/kg. Þetta verð var sett fram sem hófleg krafa og horft til þess að nú í haust væri búið að vinna að fullu til baka 40% verðfall sem varð 2016-2017,“ skrifar hann.

Hann bendir á nauðsyn þess að vinnu verði haldið áfram í samstarfi stjórnvalda við sláturleyfishafa við mótun tillagna að aðgerðum sem geta skapað forsendur fyrir aukinni hagræðingu við slátrun og vinnslu. Mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem fyrst, því samanburður við sláturkostnað erlendis sýni að með aukinni hagræðingu megi ná fram verulegum ávinningi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...