Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vísitala neysluverðs (blá lína) frá janúar 2015 til október 2022. Auk þess sýnir hún þróun á undirvísitölunni 011 Matur (rauð lína) og 01124 Lambakjöt (grá lína). Einnig sýnir myndin þróun á reiknuðu afurðaverði dilkakjöts til bænda yfir sama tímabil (gul lína).
Vísitala neysluverðs (blá lína) frá janúar 2015 til október 2022. Auk þess sýnir hún þróun á undirvísitölunni 011 Matur (rauð lína) og 01124 Lambakjöt (grá lína). Einnig sýnir myndin þróun á reiknuðu afurðaverði dilkakjöts til bænda yfir sama tímabil (gul lína).
Fréttir 3. nóvember 2022

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verð á matvælum hækkaði um 1,6% milli mánaða og eru áhrif á vísitöluna 0,22%, en þar munar mestu um lambakjöt sem hækkaði um 16,2%. Nú í haust hækkaði afurðaverð til bænda um 35,5% sem skýrir að hluta til þá hækkun sem fram kemur á lambakjöti í vísitölumælingunni.

Hluti hækkunarinnar skýrist síðan einkum af hækkun á kostnaði við slátrun og vinnslu. Verð á öðrum matvörun, eins og nauta-, svína- og fuglakjöti, hefur annaðhvort lækkað eða staðið í stað milli mánaða miðað við aðra matvöru. Sé horft til tólf mánaða tímabils hefur lambakjöt, nýtt og frosið, hækkað um 19,5% og kjötvörur að meðaltali um 17,7%.

Hækkun smásöluverðs lambakjöts

Unnsteinn Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að sú hækkun sem nú kemur fram á lambakjöti sé fyrst og fremst komin fram vegna hækkunar á afurðaverði til bænda. „Afurðaverð til bænda hækkaði um 35,5% í haust og segja má að þar með hafi bændur loksins fengið leiðréttingu á afurðaverði frá því að afurðaverð hrundi haustið 2016 og 2017. Frá því í janúar 2015 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 33%. Með þeirri hækkun sem varð á lambakjöti nú í október hefur lambakjöt hækkað til jafns við vísitöluna. Hins vegar hefur afurðaverð til bænda ekki að fullu haldið í við þessa þróun. Það er kærkominn áfangi fyrir sauðfjárbændur að fá leiðréttingu á því verðhruni sem varð árin 2016 og 2017, en að sama skapi má segja að ekki hafi að fullu verið tekið tillit til þeirra miklu hækkana sem verið hafa á framleiðslukostnaði síðustu mánuði.“

Á hverju ári gefa Bændasamtök Íslands út reiknað afurðaverð fyrir lambakjöt sem byggja á gildandi verðskrá afurðastöðva hverju sinni.

„Haustið 2022 var reiknað afurðaverð 748 krónur fyrir kílóið og hækkaði milli ára um 196 krónur eða 35,5% milli ára. Áætlað meðalverð á heilum lambsskrokk í smásölu í október árið 2021 var um 1.450 krónur á kílóið. Vísitala lambakjöts í smásölu hækkar um 24,4% yfir þetta sama tímabil þannig að meðalverð er því nú um 1.804 krónur á kílóið. Lambakjöt í smásölu hækkar því um 353 krónur fyrir kílóið milli ára. Hækkun til bænda er því 196 krónur á kílóið. Þannig að 55% af hækkun smásöluverðsins rennur til bænda en afgangurinn til sláturleyfishafa, kjötvinnslu, smásölu eða stjórnvalda í formi virðisaukaskatts.“

Annar kostnaður

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,8%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2022, sem er 559,3 stig, gildir til verðtryggingar í desember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 11.043 stig fyrir desember 2022.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2022, er 559,3 stig, miðað við að hún var 100 stig í maí 1988, og hækkar um 0,67% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 463,0 stig og hækkar um 0,65% frá september 2022.

Nýtt Bændablað kom út í dag 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...