Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til kúabænda.

Hækkar lágmarksverðið um 2,73 prósent og fer úr 132,68 krónum á lítra í 136,30 krónur á lítrann.

Í rökstuðningi verðlagsnefndarinnar kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2023 og tók gildi í janúar 2024.

Ákvörðunin um hækkun á afurðaverði er tekin á grundvelli verðlagsgrunns kúabús frá 2001.

Búist er við að vinnu við uppfærslu hans ljúki um næstu mánaðamót. Þá rennur út skipunartími starfandi nefndar og því líklega um síðustu ákvörðun núverandi nefndar að ræða.

Sjaldgæft er að verðlagsnefndin ákveði ekki heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum samhliða hækkunum á afurðaverðinu, en það gerðist þó núna. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé í annað sinn á þessum skipunartíma frá 2022 sem heildsöluverðið sé ekki hækkað. „Það hefur verið að frumkvæði iðnaðarins, sem vill með því leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum helst því óbreytt

Skylt efni: Afurðaverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...