Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024.

Misjafnt milli flokka

Einar Kári Magnússon, aðstoðar­sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent.

Meira þarf til

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði.

Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...