Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2025

Hækkanir á fóðurmörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa orðið verðhækkanir á fóðri hjá nokkrum fóðursölum. Sláturfélag Suðurlands (SS ) hefur hins vegar gefið út að verðið hjá þeim verði óbreytt á nautgripa- og ærfóðri.

Koma verðhækkanir fóðursala í kjölfar kostnaðarhækkana á ýmsum liðum rekstrar, verðhækkana á hráefnum á heimsmarkaði og hærri flutningskostnaði. Verðhækkanirnar nema fáeinum prósentum að jafnaði.

Hagræðing í ferlum tengdum innkaupum

Ástæðan fyrir óbreyttu verðlagi hjá SS er sú, eins og fram kemur í tilkynningu á vef félagsins, að með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum hafi náðst að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði.

Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar SS, segir að félagið taki sjálft á sig hækkun milli samningstímabila auk áhættu vegna gengis og annarra kostnaðarhækkana eins og á flutningi til landsins og heimkeyrslu á fóðrinu til bænda. Þessu sé mætt með hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum og flutningi til landsins.

Óbreytt verð fram í september

Óbreytt verð á nautgripafóðri verður fram í september 2025. Á vef SS kemur fram að verð á kúafóðri hafi verið óbreytt frá því í september 2023 og verði áfram.

Þá helst verð á ærfóðri einnig óbreytt út sama tímabil, en lækkaði síðasta haust um fimm prósent frá fyrri verðskrá.

Skylt efni: fóðurverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f