Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Bernódusson (t.v. ) ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en á bænum hefur verið ræktuð repja til olíuframleiðslu frá 2008 með góðum árangri.
Jón Bernódusson (t.v. ) ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en á bænum hefur verið ræktuð repja til olíuframleiðslu frá 2008 með góðum árangri.
Mynd / MHH
Líf og starf 21. júní 2019

Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það væri auðveldlega hægt að knýja íslenska skipaflotann með vistvænni íslenskri orku, repjuolíu, sem bændur gætu ræktað í stórum stíl,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Samgöngustofu.
 
„Við erum með allar kjöraðstæður fyrir slíkt verkefni. Það þarf bara að spýta í lófana og fara að taka á hlutunum, því útblástur skipa og flugvéla er mjög stór hluti þess CO2 sem nú er reynt að minnka vegna ört vaxandi hlýnunar jarðar,“ segir Jón. 
 
Hann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir erlenda námshópa um kosti repjunnar, auk þess að gera rannsóknir á plöntunni. 
 
„Við ræktun á repju tekur hektarinn með ljóstillífun í sig 6 tonn af CO2. Við það verður til afurð sem er súrefni O2. Við brunann á olíunni sem til verður á einum hektara munu 3 tonn af CO2 fara aftur út í andrúmsloftið sem er aðeins helmingur þess magns CO2 sem binst og eyðist við ræktunina. 
 
Ef við erum að tala um repju fyrir allan íslenska fiskiskipaflotann værum við með ræktuninni að nýta tæp 500.000 tonn af CO2 úr andrúmsloftinu, þ.e. 250.000 tonn umfram það sem verður til við bruna olíunnar. Það munar um minna,“ segir Jón.
 
Jón hefur haldið fyrirlestra um kosti repjuræktunar fyrir um tvö þúsund nemendur víða að úr heiminum síðustu ár. Það hefur einnig verið sóst eftir kynningum hans og fyrirlestrum víða erlendis og þá sérstaklega í Þýskalandi. Í fyrirlestrunum er Jón fyrst og fremst að miðla hugmyndum um sjálfbæra og innlenda ræktun orkujurta til að knýja samgöngutæki.  
 
Ræktun á 150 hekturum í dag
 
Í dag er repja ræktuð á 150 hekturum hjá bændum víðs vegar um landið.„Til að knýja íslenska fiskiskipaflotann þarf 160.000 hektara sem er 40 x 40 km landsvæði. Það tekur 2 tíma að keyra í kringum það á 80 km hraða. Við myndum rækta upp sandana með lúpínu og í framhaldinu kæmi repjan, þetta er ekki flókið,“ bætir Jón við. 

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...