Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði
Fréttir 1. ágúst 2021

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Þeir einstaklingar einir geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur:

  1. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað
  2. Eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi.
  3. Eru að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.
  4. Hafa ekki áður hlotið nýliðunarstuðning samkvæmt reglugerð þessari að teknu tilliti til 17. gr.
  5. Hafa ekki hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til frum­býlinga í sauðfjárrækt samkvæmt þágildandi reglum árin 2015-2016.
  6. Hafa með sannarlegum hætti lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku.

Fylgiskjöl með umsókn eru eftirfarandi:

  1. Yfirlýsing um að umsækjandi sé nýliði.
  2. Upplýsingar um eignarhald lögaðila úr fyrirtækjaskrá RSK, sé um lögaðila að ræða.
  3. 5 ára rekstraráætlun með greinargerð, unnin af fagaðila, svo sem Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins.
  4. Afrit af þinglýstum kaupsamningi vegna fjárfestingar sem óskað er stuðnings við.
  5. Afrit af reikningum fyrir kaupum.
  6. Afrit af leigusamningi, ef við á.

Áhugasömum umsækjendum er bent á að kynna sér breyttar forgangsreglur.

Umsóknum skal skila inn á www.afurd.is greiðslukerfi landbúnaðarins og er umsóknarfrestur 1. september n.k.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...