Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Mynd / HM
Fréttir 4. ágúst 2020

Hægt að ná góðri uppskeru verði veður gott fram á haustið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Heilt yfir gengur vel hér á svæðinu. Það er enn mikið eftir af sumrinu og ef haustið verður gott ætti að nást að heyja vel,“ segir Haukur Marteinsson, formaður Bún­aðar­sambands S-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn.
 
Haukur Marteinsson.
Hann segir að skortur á vætu hafi sett svip sinn á fyrri hluta sumars, en hefði ekki endilega haft afgerandi áhrif á fyrsta slátt, þótt dæmi væru vissulega um það frá einhverjum stöðum. „Það hefur rignt vel síðustu daga og þó það hafi líka verið kalt hef ég heyrt af því að bændur hafi borið á meiri áburð eftir slátt en vanalega í von um auka uppskeru,“ segir Haukur.
 
 
 
Endurrækt túna með mesta móti
 
Kal var gríðarmikið í sýslunni á liðnu vori og segir Haukur að búið sé að taka út kal á yfir 50 bæjum og sé það á bilinu frá 40 og upp í 90% á milli bæja, þannig að jarðrækt og endurvinnsla túna hafi verið með allra mesta móti.
 
Spretta í nýræktun er að jafnaði góð og telur Haukur að heilmikil uppskera geti náðst það sem eftir lifir sumar og fram á haust verði veður með skaplegum hætti. „Þó er auðvitað misjafnt hversu snemma að vorinu menn komust í að vinna upp tún og vissulega hefur það áhrif þar sem nýlega var búið að sá og að lenda í kjölfarið í þurrkum. Þær nýræktir sem sáð var í fyrst munu gefa mestu uppskeruna,“ segir Haukur.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f