Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi í Rauðsgili.

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi okkar og þeirra sem við elskum.

Lárus Elíasson.

Samtímis getum við sparað samfélaginu mikla fjármuni með því að slíta götum eins og við ökum á einum bíl, en ekki 20 samtímis. Líka ef við ökum öll á naglalausum dekkjum þá fórnum við ekki 300 íslenskum lífárum árlega.

Þessi gleðitíðindi hafa litla athygli fengið, kannski vegna þess að gömul reynsla segir annað og mögulega er Pisa-læsi ekki bara slök hjá ungmennum, heldur hjá
þeim eldri líka.

Í FÍB blaðinu (3. tbl. 2023) er dekkjapróf frá norsku og sænsku systursamtökum FÍB. Niðurstöður þeirrar könnunar eru ekki birtar hér heldur er fjallað um meðvitað eða ómeðvitað getuleysi FÍB til að lesa í þessar prófunarniðurstöður.

Prófuð voru átta negld og átta ónegld vetrardekk í sitt hvoru lagi. Niðurstaðan sem EKKI er dregin fram er samt sláandi. Bestu ónegldu vetrardekkin koma betur út úr sama prófi en bestu negldu vetrardekkin. Reyndar eru þrjú bestu ónegldu vetrardekkin jafngóð eða betri en besta neglda vetrardekkið. Á sama skala má sjá að lélegustu negldu vetrardekkin eru skárri en lélegustu ónegldu vetrardekkin, sem er reyndar í samræmi við reynslu margra eldri ökumanna, sem hafa þá hreinlega misst af tækniþróuninni í gerð nýjustu ónegldra vetrardekkjanna.

Af hverju þetta er ekki dregið fram er óskiljanlegt. Nema þá ef það samræmist ekki úreltum skoðunum einhverra hjá FÍB, sem þá birta niðurstöðu sem þau eru annaðhvort ekki (Pisa) læs á, eða kjósa að þegja yfir þar sem þær hugnast þeim ekki.

Niðurstaðan er samt sláandi. Ef þú vilt vera örugg, aktu þá á einu af bestu naglalausu vetrardekkjunum.

Einhver kann að segja að þetta sé heildarstigagjöf og eigi ekki við akstur á ís. En því er til að svara að besta neglda dekkið og þriðja besta óneglda vetrardekkið fá sömu stigagjöf fyrir akstur á ís.

Með óskum um að nota rannsóknir, vísindi og staðreyndir í umfjöllun um málefni í stað gamalla bábilja.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f